Lava glervasarnir eru glæsileg hönnun sem sænska hönnunarstúdíóið Navet hannaði fyrir FÓLK.
Það sem er sérstakt við Lava vasana er að þeir eru framleiddir úr 100% endurunnu gleri í Svíþjóð, þar sem úrgangsgas er einnig notað sem orka til að knýja framleiðsluna.
Turnaround Rack sláin er praktísk og falleg hönnunarlausn sem hjálpar þér að hengja upp fötin þín á einfaldan og minimalískan hátt.
Varan er sérstaklega hönnuð fyrir minni rými, og þess vegna er hægt að snúa slánni svo hún liggi upp að veggnum þegar þarf að spara pláss. Eiginlega hvar sem er, meira að segja á bak við hurð.
Loftpúðinn, afrakstur frábærs samstarfs FÓLKs við Studio Fléttu, hefur verið valin vara ársins á Íslensku Hönnunarverðlaununum.
Um er að ræða nánast fullkomna hringrásarvöru. Hvern hefði grunað að loftpúðar sem hafa það hlutverk að bjarga lífum væru í raun fagurlega pastellitaðir og skreyttir?
Loftpúðinn sem Studio Flétta hannaði fyrir FÓLK er kominn í sölu. Loftpúðarnir hafa nú þegar vakið heimsathygli, þá er hægt að kaupa hér.
FÓLK hefur nú opnað glænýtt sýningarrými í miðri Kaupmannahöfn. Fersk og nútímaleg hönnun mætir sjálfbærni á Fredericiagade 17. Verið velkomin í FÓLK í Kaupmannahöfn fyrir jólin.
Inka línan eftir Gunnar Magnússon er klassísk íslensk hönnun. Varan er endingargóð og hefur lifað gegnum fleiri kynslóðir.
Vörulínan er upprunalega hönnuð árið 1962 og FÓLK hefur nú hafið endurútgáfu á vörum Gunnars, í samræmi við sjálfbærni- og hringrásaráherslur fyrirtækisins.
Nútímaheimili kallar á snjallar hönnunarlausnir. Þessar FÓLK vörur þjóna fjölmörgum hlutverkum, spara pláss og líta vel út - auk þess að vera framleiddar á sjálfbæran hátt. Sjáðu meira um snjallar vörur FÓLKs í húsgagnalínunni okkar.
Kynntu þér nálgun okkar og leiðarljós þegar kemur að sjálfbærni og að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Við trúum því að sem frumkvöðlar getum við leikið stórt hlutverk í að breyta gömlum venjum og hefðum. Ef hönnuðir, framleiðendur og neytendur taka höndum saman getum við flýtt þróuninni til sjálfbærara lífs og hringrásarhagkerfis.
“The epitome of classy, eco-friendly functionality”
Home & Decor