GQ Magazine valdi Turnaround Rack slána frá FÓLK besta fatahengið - GQ Magazine Home Awards 2024!
Sláin er hönnuð af finnska hönnunar teyminu Our Edition, Anna Pirkola og Joel Sipila fyrir FÓLK, sem hafa skapað hina fullkomnu fjölhæfu fataslá sem má nota á margan hátt.
Varan er til dæmis sérstaklega hönnuð fyrir minni rými, og þess vegna er hægt að snúa slánni svo hún liggi upp að veggnum þegar þarf að spara pláss. Eiginlega hvar sem er meira segja á bakvið hurð.
Varan endurspeglar áherslu FÓLKs á sterka, einfalda og nothæfa hönnun sem er bæði endingargóð á notkun og útliti. Turnaround rack sláin er sterkbyggð og má nota í áratugi, en þar að auki er hún búin til úr 30% endurunnu stáli, einu náttúrulegu hráefni sem styður við hringrásarhagkerfið.
Skoðaðu nánar stærðir og liti Turnaround Rack hér.
Sjá nánar umfjöllun GQ Magazine Home Awards hér.