Það var ánægjulegt að hönnunarbókin Northern Comfort, sem kom út hjá þýska útgáfufélaginu Gestalten, var með stóra umfjöllun um FÓLK Reykjavík. Bókin fjallar um Norræna hönnunarhefð og er bæði fjallað um gamalgróin hönnunarmerki og ný og fersk Norræn merki.