Standlampi úr gegnheilli ösp með LED lýsingu. Sérstaklega fallegt ljós sem nýtur sín í fallegu horni stofunnar eða skrifstofunnar.
Hönnunin, sem ber nafnið Profile, var fyrst hönnuð af Tinnu Gunnarsdóttur árið 2013 og þá úr álprófílum. Þessi glæsilega útgáfa úr gegnheilum við var sérstaklega þróuð af Tinnu í samstarfi við FÓLK Reykjavík og er 120 cm á hæð.
Tinna segir um hönnunina: "Formið er óður til geómetríunnar, sem er allt í kringum okkur. Ljósgjafinn er óður til tækninnnar, sem fleytir okkur inn í framtíðina. Hráefnið er óður til náttúrunnar, sem við tilheyrum öll. Framleiðslan er óður til handverksins, sem er okkur svo kær."
Hægt er að forpanta þessa vöru en hún er sérstaklega framleidd með 6-8 vikna afhendingartíma.
Náttúruleg & endurunnin hráefni
Margnota & endingargóðar vörur
Frí heimsending á Íslandi yfir 15.000 kr.
Á þessari vefsíðu eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja sem besta mögulega upplifun notenda. Lestu meira