Leit

Húsgögn

Smærri hlutir

Ljós

FÓLK Vörulisti 2023

Sögur af FÓLKi

Innblástur

Umfjöllun um FÓLK

Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Loftpúðinn - The Airbag

Loftpúðinn er eintsök vara sem er nær 100% úr hráefni sem hefði endað í landfyllingu eða verið brennt en fær nú framhaldslíf. Þessir púðar eru, eins og nafnið gefur til kynna, gerðir úr loftpúðum úr bílum. 

Hvern hefði grunað að loftpúðarnir í bílunum okkar gætu litið svona vel út í stofunni, svefnherberginu, á gólfinu sem pulla eða til að hafa það gott úti á grasi? 

Hringrás hráefna á Íslandi er 8,5%, sem þýðir að 91,5% hráefna eru eingöngu notuð einu sinni áður en þau enda í landfyllingu eða eru brennd með tilheyrandi kostnaði fyrir umhverfið. Sýn Fólk Reykjavík er að hönnun geti leikið lykilhlutverk í þessari umbreytingu. Með því að leitast við að endurnýta hráefni má ná miklum árangri í átt til hringrásar.

Framleiðsla Loftpúðanna er einstök að því leiti að varan er gerð að nánast öllu leiti úr afgangshráefni frá mismunandi framleiðslufyrirtækjum. Það er eingöngu handfangið sem er keypt nýtt.

Loftpúðinn er gott dæmi um hvernig góð hönnun getur stutt hið mikilvæga verkefni að auka hringrás hráefna. Það er hönnunarteymið Flétta sem hannaði loftpúðann fyrir FÓLK Reykjavík.

Loftpúðar koma frá bílapartasölum á Íslandi (Netpartar), Danmörku og Póllandi.

Um hreinsun sér Kruse Vask. 

Fylling er afgangshráefni frá 66Norður. 

Meira um hönnunina, hráefni, framleiðslu og sjálfbærni vörunnar hér

Púðarnir eru saumaðir á saumverkstæði í Kaupmannahöfn sem veitir fólki sem þarf stuðning á vinnumarkaði atvinnu. 

Hver púði er einstakur. Púðarnir koma í ólíkum litum og með handfangi sem er ýmist rautt, bleikt eða appelsínugult.

Hönnun: Studio Flétta 

Þvermál hvers púða er um 60 cm.

Þyngd: 1.400 gr. 

Loftpúðann má þvo við 30 gráðu hita.

ATH. Við kaup á Loftpúða er hægt að skrifa inn ósk um lit við hlið heimilisfangs.

Það má gera ráð fyrir 4 vikna afhendingartíma.

Frí heimsending á Íslandi.

Airbag púðarnir eru fullkomið dæmi um hvernig hægt er að umbreyta tiltækum efnum í skapandi og fallega hönnun.

Umhirða og viðhald

Airbag púðinn er einstaklega sterkur og endingargóður, og hentar bæði til notkunar innan- og utandyra. Innri púðinn er fjarlægjanlegur og ytra áklæðið úr Airbag efni má þvo í þvottavél við 30°C.

Efni

Ytri loftpúðar koma frá evrópskum bílahræsum. Handföng úr næloni frá Paracord.eu - eina efnið sem er ekki hringrásarefni. Merkingin er bómullar-pólýester prent frá Danmörku. Innri púðinn er fylltur með afgangsefnum og umfram power-fill efni frá 66°North.

Hönnun

Hannað af Studio FLÈTTA fyrir FÓLK. Hver Airbag púði sýnir kraftinn í endurnýttum efnum og vandaðri handverksmennsku.

Flutningur

Afhendingartími 3–5 virkir dagar.

Leit