Turnaround Rack sláin er praktísk og falleg hönnunarlausn sem hjálpar þér að hengja upp fötin þín á einfaldan og minimalískan hátt. Þessi minni gerð af slánni er fullkomin fyrir langar kápur, frakka og kjóla.
Sláin er hönnuð af finnska hönnunarteyminu Our Edition, Anna Pirkola og Joel Sipila hafa skapað hina fullkomnu, fjölhæfu fataslá sem má nota í alls konar mismunandi samhengi.Varan er sérstaklega hönnuð fyrir minni rými, og þess vegna er hægt að snúa slánni svo hún liggi upp að veggnum þegar þarf að spara pláss. Eiginlega hvar sem er meira segja á bakvið hurð.
Varan endurspeglar áherslu FÓLKs á sterka, einfalda og nothæfa hönnun sem er bæði endingargóð á notkun og útliti. Turnaround rack sláin er sterkbyggð og má nota í áratugi, en þar að auki er hún búin til úr 30% endurunnu stáli, einu náttúrulegu hráefni sem styður við tilfærslu yfir í hringrásarhagkerfið.
Hönnun eftir Our Edition.
Litir: Svart, Sand, Rósmarín Grænn og Franskur Blár
Stærð í cm: 35 x 27,5 x 2
Meira um hönnunina, hráefni, framleiðslu og sjálfbærni vörunnar hér
Náttúruleg & endurunnin hráefni
Margnota & endingargóðar vörur
Frí heimsending á Íslandi yfir 15.000 kr.
Á þessari vefsíðu eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja sem besta mögulega upplifun notenda. Lestu meira