Danska hönnunartímaritið Bo Bedre fjallar um íslenska hönnun í Septemberhefti blaðsins. Þar er meðal annars fjallað um FÓLK Reykjavík og áherslu fyrirtækisins á hringrásarhönnun og sjálfbærni. Loftpúðinn sem Studio Flétta hannaði fyrir FÓLK og Lava vasinn sem sænska hönnunarteymið NAVET hannaði fyrir FÓLK eru tekin sem dæmi en báðar vörur eru gerðar úr afgangshráefni sem annars hefði lent í landfyllingu eða brennslu.