FÓLK Reykjavík kynnti þennan endurunna lampa með góðri sögu á hönnunarvikunni Maison & Objet Paris.
Sjúkrahúslök fá nýtt hlutverk í þessum lampa sem er úr endurunnum bómullartextíl. Textíllinn er endurnýttur á óvæntan hátt í stað þess að vera urðaður eða brenndur. Sterk en einföld form kallast á, líkt og greina má víða í verkum eftir Theodóru Alfreðsdóttur.
Vara er í framleiðsluferli en hægt er að sérpanta vöru.