Leit

Húsgögn

Smærri hlutir

Ljós

FÓLK Vörulisti 2023

Sögur af FÓLKi

Innblástur

Umfjöllun um FÓLK

Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

LAVA vasinn

Lava glervasarnir eru óður til glerlistar. Þeir eru handgerðir úr 100% endurunnu gleri á litlu glerverkstæði í Svíþjóð sem er rekið af tveimur glerlistakonum. Þessir vasar eru ekki aðeins fallegir – þeir eru einnig dæmi um hvernig hönnun getur stuðlað að grænni framtíð. Hver vasi er framleiddur með orku sem verður til við niðubrot af landfyllingu í nágrenni verkstæðisins og endurspeglar þannig nýstárlega nálgun á sjálfbæra hönnun.

Hver vasi hefur einstaka lögun og er fáanlegur í tveimur stærðum. Þeir gera hvaða blómaskreytingu sem er glæsilega, en eru jafnframt fallegir einir og sér.

Búið til úr 100% endurunnu gleri og framleitt með orku sem annars færi til spillis.

Hannað af konum, búið til af konum og framleitt af konum.

Umhirða og viðhald

Þvoið alltaf í höndunum með mildri sápu og volgu vatni. Þurrkið varlega og forðist snöggar hitabreytingar til að koma í veg fyrir sprungu­myndun.

Efni

100% endurunnið gler úr hágæða glerframleiðslu í Svíþjóð.

Hönnun

Hannað af Studio NAVET fyrir FÓLK. Hvert einstakt verk sameinar fegurð endurunninna efna og staðbundinnar handverkslistar.

Flutningur

Afhendingartími 3–5 virkir dagar.

Leit