HönnunarMars er framundan 4-8 maí en þar mun FÓLK, undir yfirskriftinni FÓLK 2022, hefja sölu á tveimur nýjum vörulínum í sýningarrými sínu við Tryggvagötu 25, Hafnartorgi. Annarsvegar vörulína af Composition veggljósum sem hönnuð er af Theodóru Alfreðsdóttur fyrir FÓLK og nýrri vörulínu af Living Objects sem Ólína Rögnudóttir hannaði fyrir FÓLK.
FÓLK 2022 mun einnig veita innsýn inn í áherslur fyrirtækisins og aðferðir við að draga úr kolefnisfótspori vara og styðja hringrásarvæn hráefni, en fyrirtækið mun ljúka kolefnismælingum á öllum sínum vörum í sumar.
Á sýningunni FÓLK 2022 verður auk þess yfirlit yfir allar hringrásarvænar vörur FÓLKs sem eru unnar úr endurunnu- og afgangshráefni, sem eru komnar lengra í framleiðsluferli og hægt er að sérpanta hönnun í þróun eins og hillur úr gömlum lökum og púða gerðan úr loftpúðum. Samstarfshönnuðir FÓLKs eru auk Ólínu og Theódóru; Jón Helgi Hólmgeirsson, Tinna Gunnarsdóttir, Studio Flétta og Gunnar Magnússon.
15% afsláttur af öllum vörum FÓLKs á meðan á HönnunarMars stendur. Gott tækifæri til að styðja og styrkja frekari uppbyggingu íslenskra hugverka og hönnunar. Hinar nýju vörulínur eru nú einnig þegar til sölu hjá Epal og Kokku.
Opnunartímar HönnunarMars eru eftirfarandi frá 4-8 maí:
- Miðvikudagur 16:00 - 21:00
- Fimmtudagur 16:00 - 21:00
- Föstudagur 12:00 - 20:00
- Laugardagur 12:00 - 17:00
- Sunnudagur 13:00 - 17:00